FANDOM


Svitnandijord

Við ætla fjalla aðeins um gróðurhúsaáhrif Atli þór og Adam Þórðar

Hvað eru gróðurhúsaáhrif?Edit

Gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt fyrirbæri sem hindra að hitabylgjur frá Jörðinni berist út í geiminn. Hluti af þessum hita binst í vatnsgufu, koltvísýringi og fleiri lofttegundum í lægri lögum lofthjúpsins og er endurvarpað þaðan aftur niður á yfirborð Jarðar. Ef magn þessara lofttegunda í andrúmsloftinu eykst og þær eru ekki fjarlægðar með náttúrulegum hætti, leiðir þetta smám saman til hækkaðs hitastigs neðst í lofthjúpnum.

GróðurhúsalofttegundirEdit

Gróðurhúsalofttegundir eru í raun og veru 6, eins og það er venjulega skilgreint, þ.e.a.s. koltvísýringur, tvíköfnunarefnisoxíð, metan, vetnisflúorkolefni, flúorkolefni og brennisteinshexaflúoríð. Þessar lofttegundir eru misalgengar, þ.e.a.s það er mismikið til af þeim. Þær endast mislengi og þær eru misöflugar sem gróðurhúsalofttegundir. Koltvísýringur er lang algengasta gróðurhúsalofttegundin en hún er ekki tiltakanlega öflug, þar sem hún hefur upphitunarstuðulinn 1, á meðan t.d. brennisteinshexaflúoríð hefur upphitunarstuðul 23.900. Þegar talað er um gróðurhúsalofttegundir er oftast nær verið að tala um koltvísýring.

Ástæða gróðurhúsaáhrifaEdit

Globalwarming

Aðalástæður gróðurhúsaáhrifa eru annars vegar útstreymi gróðurhúsalofttegunda, einkum koltvísýrings vegna bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar minnkun lífmassa á Jörðinni með eyðingu frumskóga.


Að öllu eðlilegu er jafnvægi milli útgeislunar varma frá jörðinni og inngeislunar frá sólu (að meðaltali yfir alllangt tímabil). Andrúmsloftið gleypir hluta útgeislunar og breytir í varma. Mengun af völdum vissra lofttegunda (gróðurhúsalofttegunda) eykur þessa gleypni á útgeislun en hefur lítil áhrif á inngeislun. Með auknum fjölda fólks og aukinni neyslu, eykst orkunotkunin og þar með verður mikil aukning á CO2 í andrúmsloftinu. Helstu orsakir gróðurhúsaáhrifa 1) Útstreymi gróðurhúsalofttegunda 2) Minnkun lífmassa á jörðu með eyðingu frumskóga. (Frumskógarnir eru þau svæði sem framleiða mest.

HeimildirEdit

www.Ebaumsworld.com

www.ust.is

Community content is available under CC-BY-SA unless otherwise noted.