FANDOM


RussiaMap

Kort af RússlandiI Rússlandi búa 142.893.540

Tungumálið er rússneska

Gjaldmiðillinn er rúbla

Höfuðborgin er Moskva

Stjórnarfar er sambandríki

Forseti Dímitri Medvedev

Forætisráðherra Vladímir Pútin


Jacob

jacob forsetinn

Helstu BorgirEdit

Moskva - 10.649.000

Sankti Pétursborg - 4.661.000

Novosibirsk - 1.425.000

Petropavlovsk-Kamčatskij - 198.000

Saga RússlandsEdit

Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á 14.öldlosnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna. Í van grimmi sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komst Romanov ættin til valda, fyrsti keisari hennar var Mikael Romanov sem krýndur var 1613. Pétur mikli ríkti frá 1689 til 1725 en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins. Katrín mikla (valdatíð: 1767-1796) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara í Asíu heldur einnig í Evrópu þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins og Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphaf Fyrri heimsstyrjaldar virtist staða þáverandi keisara Nikulásar II og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Romanov ættinni var steypt af stóli 1917 í uppreisn kommúnista.

Undir lok þessarar byltingar tók bolsévika-armur Kommúnistaflokksins öll völd undir stjórn Vladimirs Leníns og Sovétríkin voru stofnuð en Rússland var þungamiðja þeirra. Undir stjórn Jósefs Stalíns var landið iðnvætt með hraði og samyrkjubúskapur tekinn upp í landbúnaði, fyrirkomulag sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Í valdatíð hans tóku Sovétríkin þátt í síðari heimsstyrjöldinni gegn Þýskalandi en mannfall var geypilegt í stríðinu, bæði meðal hermanna og almennra borgara. Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðu Varsjárbandalagið með þeim sem beint var gegn Atlantshafsbandalagi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif í Kalda stríðinu svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríkti ógnarjafnvægi sem byggði á stórum kjarnorkuvopnabúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum. Um miðjan 9. áratuginn kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev tillögur sínar glasnost (opnun) og perestroika (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl sem tvístruðu Sovétríkjunum í 15 sjálfsstæð ríki í desember 1991, Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upp lýðræðislega stjórnunarhætti og markaðshagkerfi en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sunmra þeirra fjölmörgu.

Hollirusslandi

hollirusslandi


HeimildirEdit

http://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%BAssland

Community content is available under CC-BY-SA unless otherwise noted.