FANDOM


vatnsaflsvirkjun í Japan
Tokaanu Hydro Electric Power Station

Tokaanu Hydro Electric Power Station

Sara Böðvarsdóttir, Lovísa Mjöll Jónsdóttir, Sigurborg Lúthersdóttir.

Þetta verkefni unnum við í upplýsingatækni októkber 2008.


Vatnsorku breytt í rafmagn. Með því að nýta þá orku sem felst í fallvötnum má framleiða rafmagn. Vatni úr ám eða fljótum er veitt í gegnum vatnsaflvirkjun, þar sem vatnið snýr svokölluðum hverflum. Hverflarnir knýja síðan rafala sem framleiða rafmagn. Sá kraftur sem felst í vatninu er margfeldi fallhæðar og rennslis. Þeim mun meiri sem rennslið og fallhæðin eru, þeim mun meira rafmagn má virkja með vatninu. Náttúrufar á Íslandi gerir það að verkum að hægt er að framleiða mikið af raforku með þessum hætti.

Endurnýjanlegar auðlindir Edit

Endurnýjanlegar auðlindir Orku- og efnalindir sem náttúran getur endurnýjað jafnóðum eða hraðar en við mennirnir nýtum þær eru kallaðar endurnýjanlegar auðlindir. Dæmi um slíkar auðlindir sem okkur er tamt að nefna eru vatnsafl sem við notum til að framleiða rafmagn, jarðhiti sem við notum líka til að framleiða rafmagn en fyrst og fremst til hitunar húsa og vindorka sem víða er beisluð til rafmagnsframleiðslu, þó ekki á Íslandi enn sem komið er. Fiskurinn í hafinu við Ísland er líka endurnýjanleg auðlind sem við getum hagnýtt okkur ef þess er gætt að ofveiða ekki né spilla veiðslóð.

VirkjanirEdit

Virkjun

virkjun

Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun eru jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur, virkjunin á Nesjavöllum fullsmíðuð, en Hellisheiðarvirkjun fyrsta af fyrirhuguðum virkjunum á Hengilssvæðinu. Nesjavallavirkjun hefur séð höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni undanfarna áratugi og rafmagn frá henni selt inn á kerfi Landsnets. Aukin eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar var meginástæða þess að ráðist var í gerð Hellisheiðarvirkjunar, en einnig sívaxandi eftirspurn atvinnulífsins eftir raforku. "Gömlu" vatnsaflsvirkjanirnar tvær, Elliðaárvirkjun og Andakílsárvirkjun eru börn síns tíma. Raunar má segja, að rafstöðin í Elliðaárdalnum sé minnisvarði um framsýni frumherjanna og þangað áttu að leggja leið þína til þess að sjá búnað frá árinu 1921 sem enn er í notkun! Álfsnesstöðin er svo framlag Orkuveitunnar til tilrauna til framleiðslu á vistvænu eldsneyti og þar er metangas (hauggas) notað til þess að knýja rafal til raforkuframleiðslu. [[Mynd:hydropower2_large.jpg|thumb|Vatnsvirkjun

HeimildirEdit

http://www.or.is/UmOR/Veiturogveitusvaedi/Virkjanir/ Höfundur: Orkuveita Reykjavíkur. Titill: Vatnsafl Útgefandi: orkuveita reykjavíkur Slóð: http://www.or.is/UmOR/Veiturogveitusvaedi/Virkjanir/ Hvenær sótt: 2 október 2008

Community content is available under CC-BY-SA unless otherwise noted.