Skóli Wiki
Advertisement

thumb|Lægð Þetta verkefni er um veður. Við fjöllum um hvernig veðrið virkar. T.d. andrúmslof jarðar, úrkoma, veðurfræði, veðurfar jarðar, náttúran og umhverfi. Í þessum hópi eru Aníta Sól og Sara Stefáns. Við völdum okkur veður því það er auðveldara að finna eitthvað um veður heldur um eitthvað annað.


Einkenni

Helstu einkenni veðurs er að það er alltaf eitthvers konar veður hvert sem við förum. Þótt við förum til lands sem er hinu megin á hnettinum. Við ætlum að seigja hvernig rigning verður til og snjókoma.

Eðli

Eðli veðurs er það að það stoppar aldrei, það ferðast um allan heiminn fer frá Kína til Japans, eða fá Grænlandi til Íslands. Veðrið er hægt að finna allsstaðar t.d. þótt það sé ekki ský og ekki rok og ekki rigning bara sól og blíða, þá er samt eitthvað veður í kringum þig í veðrinu er andrúmsloft og margt, margt fleira.

Veðrið er breytilegt

Veðrið er breytilegt því ef það væri alltaf sól og blíða þá væri ekkert líf því við þurfum á rigningu og rokinu því rigningin færir okkur vatn og rokið færir okkur andrúmsloft. En því miður eru ekki allir eins heppnir og við, því það er ekki allstaðar sem það rignir daglega. Til dæmis að í Afríku, þar rignir ekki oft, það er útaf því að afríka er svo nálægt miðbaugi og á löndum við miðbaug er rosa heitt. Það er útaf því að miðbaugur er nær sólinni en annarstaðar á jörðinni og það fara eiginlega fleiri “sólargeislar” sem verma eitt svæði í kring um miðbaug en t.d. hjá okkur á Íslandi. En auðvitað rignir einhvern tíman í afríku en það gerist bara ekki oft.

Rigningin

thumb|left|Rigning thumb|snjór Svo er það hvaðan kemur rigningin og hvaðan kemur allt vatnið?

Það er til sérstök hringrás fyrir veðrið. Við erum með vatn, stórt stöðuvatn, á næturnar þá gufar vatn upp. Ef þú prófar að setja vatn í glas og út í glugga, bíður svo í nokkra daga þá verður varnið horfið. Svo ef þú gerir það sama aftur, nema þú setur disk eða eitthvað sem þú lokar glasinu. Eftir nokkra daga þá ef komið vatn í lokið sem fellur svo niður eins og rigning. Það sama gerist í náttúrunni. Það er vatn og skýin draga í sig vatnið og svo fellur það niður í örsmáum dropum. En eins og snjókoma þá gerist það sama nema þá er frost í skýjunum sem lætur dropana frosna.

Hvirfilbyljir & Fellibyljir

thumb|Hvirfilbylur Hvirfilbylur og fellibylur eru svipaðir hlutir. Fellibylur er þegar vindurinn fer saman og mynda smá saman fellibyl. Fellibylur verður til á sjó og blæs í burtu en hvirfilbylur verður til á miðju landi og sígur allt í sig. Ástæðan að það kemur ekki svo oft hverfil- eða fellibylur á Íslandi er af því að það er ekki nógu heitt loftið í kringum Ísland. Hvirfil- og Fellibylir verða til aðeins úr heitu lofti. Fellibylir og hvirfilbylir verða til í kringum Flórída eða í kringum miðbaug.

Flóð

Flóð verða til vegna veðurs. Ef það er fellibylur á miðju sjó blæs hann sjónum í burtu. Og sjórinn kemur að landi með aðeins eða miklu stærri öldur en vanalega. Stundum kemur líka flóð vegna jarðskjálfta eða einhvers annars náttúruhlutum.

Þrumur & Eldingar

thumb|elding Þrumur og eldingar tengjast líka veðrinu. Eldingar er þegar heit skýin nuddast saman og mynda rafmagn. Það eru eldingar. Þrumur eru aðeins hljóðið í eldingunum. Þrumurnar koma vanalega dálítið á eftir eldingunni því ljós fer hraðar en hljóðið.

Skýjin

Skýin eru bara gufa. Vatnið gufar upp og verður að skýi og svo byrjar að rigna þegar skýið er orðið dálítið þungt og þá byrjar að rigna.

Hvar er Veðrið?

thumb| Það er alltaf hægt að finna veðrið. Labbaðu bara út og andaðu inn fersku lofti. Veðrið er ótrúlegur hlutur í náttúrunni.

Heimildir

Heimildir af myndum ;

www.fsu.is/~ornosk/vedur/laegd/laegd1.gif

http://www.fsu.is/~ornosk/vedur/

www.fsu.is/~ornosk/vedur/bylir.gif

esv.blog.is/blog/esv/entry/9711/

Flokkur:Verkefni Spóa

Advertisement